Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3240 svör fundust

Hvað gerði Ian Fleming fyrir utan að skrifa James Bond bækurnar?

Ian Fleming lifði um margt atburðaríka ævi og nýtti sér persónur og atburði úr eigin lífi í James Bond-bækurnar. Hann hét fullu nafni Ian Lancaster Fleming, fæddur 28. maí 1908 í London. Faðir hans var Valentine Fleming, majór og þingmaður Íhaldsflokksins sem lét lífið í fyrri heimsstyrjöldinni. Móðir hans hét Eve...

Nánar

Hvort er betra að skrifa kórónaveira eða kórónuveira?

Orðanefnd lækna hefur nýlega samþykkt að taka upp heitið kórónuveira fyrir þá fjölskyldu veira sem kallast á ensku coronavirus (ft. coronaviruses) en eldra heiti á henni var kransveira (Íðorðasafn lækna 1986). Heitið vísar í byggingu veirunnar en hún er hringlaga og út úr henni standa oddar og það minnir á kórónu....

Nánar

Hvaðan kemur orðið skrípó?

Orðið skrípó er stytting á lýsingarorðinu skrípalegur. Það er myndað með viðskeytinu –ó sem oftast er notað til að stytta lýsingarorð sem enda á –legur, einkum í talmáli, til dæmis púkó af púkalegur, huggó af huggulegur, sveitó af sveitalegur, en einnig önnur lýsingarorð eins og spennó af spennandi og rómó af róma...

Nánar

Í hvaða tilvikum fá orð í eignarfalli fleirtölu endinguna -na?

Aðalreglan er sú að eignarfall fleirtölu endar á -na í svonefndum veikum kvenkynsnafnorðum sem enda á -a og í svonefndum veikum hvorugkynsnafnorðum. Með veikum kvenkynsorðum sem enda á -a í nefnifalli eintölu er átt við nafnorð sem beygjast eins og stúlka. Þau eru geysilega mörg í íslensku. Með veikum hvorug...

Nánar

Hver var fyrsta teiknimyndin frá Disney?

Bræðurnir Roy (1893–1971) og Walt Disney (1901–1966) stofnuðu Disney-fyrirtækið í október árið 1923. Fyrstu myndirnar sem fyrirtækið framleiddi tilheyrðu myndasyrpu sem kallaðist á ensku Alice Comedies þar sem Lísa í Undralandi var einhverskonar fyrirmynd. Í myndunum lenda Lísa og kötturinn Júlíus í ýmsum ævintýru...

Nánar

Hversu miklu eyðir dæmigerður Íslendingur á mánuði?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu miklum pening eyðir persóna á mánuði að meðaltali? Þá fyrir mat, reikninga, föt o.s.frv Breytist það með aldri? Hagstofa Íslands heldur utan um ýmislegt talnaefni, meðal annars tölur um neysluútgjöld Íslendinga. Því miður er eitthvað síðan tölurnar undir þessum lið voru upp...

Nánar

Hver er sagan á bak við dauðann, það er manninn með ljáinn?

Á Íslandi er dauðinn gjarnan persónugerður sem maðurinn með ljáinn, og í sálminum ‘Um dauðans óvissan tíma’ líkir Hallgrímur Pétursson dauðanum við slyngan sláttumann. Á ensku heitir hann Grim Reaper eða Scythe-man og á þýsku Sensemann. Hinn slyngi sláttumaður vitjar deyjandi manns. Hugmynd okkar á Vesturlö...

Nánar

Hvað er innri og ytri tími?

Tími er grundvallarþáttur í frásagnarbókmenntum og leikritum. Í bókmenntafræði er hugtakið ytri tími notað um tímann eins og við erum vön að hugsa um hann eftir dagatali. Ef frásögnin vísar á einhvern hátt til venjulegs almanakstíma, til dæmis ef sagt er eða gefið til kynna að atburðir eigi að gerast á tímum seinn...

Nánar

Af hverju eru sumir háðir foreldrum sínum en aðrir ekki?

Tengsl í fjölskyldum mótast af ýmsum áhrifaþáttum. Tengslamyndun í fjölskyldum og tilfinningasamskipti foreldra og barna má útskýra frá mörgum sjónarhornum. Þau eru rannsóknar- og meðferðarefni í fræðigreinum eins og sál-félagsfræði, félagsráðgjöf og geðfræði en líka eru þau oft skoðuð utan frá eins og til dæmis í...

Nánar

Var Haraldur hárfagri bara uppspuni Snorra Sturlusonar?

Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar varð landnám Íslands á stjórnarárum Haralds hárfagra. Texti Ara hljóðar svo: Ísland byggðist fyrst úr Norvegi á dögum Haralds hins hárfagra, Halfdanarsonar hins svarta, í þann tíð ... er Ívar Ragnarssonur loðbrókar lét drepa Eadmund hinn helga Englakonung; en það var ...

Nánar

Hvað eru til mörg stjörnumerki í himinhvolfinu?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvernig urðu stjörnumerki til og hver fann þau upp? (Eva Ýr Óttarsdóttir f. 1988)Hvað er átt við þegar talað er um pólhverf stjörnumerki? (Hrönn Guðmundsdóttir f. 1985)Hvað eru til mörg stjörnumerki og hvernig verða þau til? (Anna Lilja Óskarsdóttir f. 1987)Hvernig er h...

Nánar

Hvaða rök liggja á bakvið bann á mannáti?

Fá viðmið eru eins geirnegld í siðferðislíf okkar og bannið við að leggja sér manneskjur til munns. Listir og dægurmenning hafa lengi nýtt sér þetta viðhorf til að skapa eftirminnilegar en um leið viðurstyggilegar persónur. Persóna Hannibals Lecter sem margir muna eftir er til dæmis sérlega ógeðfelld. Óviðjafnanle...

Nánar

Fleiri niðurstöður